Almennar upplýsingar
Líkamslögun leggur mikið upp úr því að viðskiptavinir fái allra bestu þjónustu hverju sinni, meðferðirnar séu unnar af starfsfólki sem er þjálfað í LPG tækninni með það að markmiði að viðskiptavinir fái sem mest út úr hverjum einasta tíma.

Líkamslögun wellness ehf

kt. 701019-0670 (136085)
Nýbýlavegi 8 (Portið)
200 Kópavogur
s: 7776000

 

Gjald
Líkamslögun selur bæði kort og staka tíma. Við áskiljum okkur rétt til þess að gera verðbreytingar fyrirvaralaust, en þó munum við ávallt tilkynna viðskiptavinum okkar um þær breytingar á miðlum okkar. Öll þjónusta og vörukaup skulu vera greidd fyrirfram.

Gjald sem hefur þegar verið greitt er óafturkræft nema til þess komi að þjónustan falli niður. Við áskiljum okkur rétt til þess að senda kröfu í heimabanka fyrir 50% af gjaldi tímans sé hann afbókaður með 1 klst fyrirvara, og 100% gjald ef viðskiptavinur mætir ekki án þess að láta vita.

 

Vörukaup í vefverslun
Hægt er að greiða með kredit- og debetkortum eða með millifærslu. Líkamslögun geymir engar kortaupplýsingar, en þær eru skráðar inn hjá Borgun kortaþjónustu í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi.

 

Afgreiðsla pantana
Þegar vara hefur verið pöntuð þá er hún send í póst og getur það tekið um 2-4 virka daga að fá hana senda. Hægt er að velja um að fá hana senda á pósthús eða heima að dyrum. Athuga skal að ef móttakandi er ekki heima þegar sendingin kemur verður hún send á næsta pósthús þar sem hægt er að sækja hana.

 

Vöruskil
Hægt er að skila vörum innan 14 daga frá kaupum og fá henni skipt í aðra vöru eða endurgreidda á sama hátt og greitt var fyrir hana. Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum og ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.

 

Trúnaður
Allar upplýsingar sem eru veittar seljanda í tengslum við viðskiptin fer hann með sem trúnað og verða þær ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum nema svo beri skylda til gagnvart lögum.

 

Lög um varnarþing
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Mál sem rísa kunna vegna samnings þessa skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.