LPG Líkamsmeðferð

LPG Líkamsmeðferð er sogæðanudd, framkvæmt með Endermologie-aðferð í nuddtæki LPG Cellu M6. Með LPG líkamsmeðferðinni er aukið súrefnisflæðið í húðinni og markmiðið er að koma blóðflæðinu af stað en það losar um hnúta og stíflur. Sogæðakerfið tengist bláæðakerfinu og ef úrgangsefni komast ekki frá vefjum út í æðakerfið safnast þau fyrir í vefjum og geta myndað bjúg. LPG nuddtækið vinnur m.a. Á appelsínuhúð og húðin verður stinnari og heilbrigðra við meðferðina. 

Mælt er með því að drekka vel af vatni, sem hjálpar þá líkamanum að losa sig við úrgangsefni sem losna við líkamsmeðferðina.  

LPG líkamsmeðferðin er viðurkennd af bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA). Tæknin hefur verið notuð í yfir 20 ár og daglega eru um heim allan gerðar fleiri en 95 þúsund LPG líkamsmeðferðir. 

Er LPG líkamsmeðferð fyrir alla?

LPG líkamsmeðferð er ekki ætluð:

  • Ófrískum konum
  • Konum með barn á brjósti
  • blóðrásarsjúklingum/æðakerfissjúklingum
  • Krabbameinssjúklingum eða sjúklingum með alnæmi

Ef þú ert með einhvern sjúkdóm er alltaf mælt með að leita ráðlegginga hjá lækni áður en þú hefur líkamsmeðferð. 

Líkamsmeðferð - Verð

Fyrsti tími / Prufutími, 8.900 krónur

Stakur tími, 11.500 krónur

 

LPG andlitsmeðferð með Cellu M6 nuddtækinu

Andlitsmeðferð

Eftir því sem við verðum eldri fara þunnu bandvefirnir í andlitinu, hálsinum og á bringunni að hraka, sama hvaða kyn við erum eða hversu góða húðgerð við höfum. Þrátt fyrir hollt mataræði, góða sólarvörn og hreyfingu þá mun húðin byrja að linast og mynda hrukkur. Til að hjálpa húðinni að halda sér unglegri hefur LPG útbúið tæki sem örvar, styrkir og sléttir húðina.

Tækið vinnur líkt og Cellu M6 tækið með sogi. Það örvar collagen í andlitinu og kemur jafnvægi á húðina. Vinnur vel á hrukkum, fínum línum og baugum.

Andlitsmeðferð - Verð

Fyrsti prufutími 10.900 krónur

Stakur tími 12.500 krónur

 

Djúpvefjanudd

Djúpvefjanudd hentar þeim sem eru mjög aumir, stirðir eða með stífa vöðva og vilja láta taka vel á aumum svæðum með það í huga að mýkja upp, losna við óvelkomna spennu, verki og hnúta sem hafa myndast. Leitast er við að skapa þrýsting til að örva blóðrásina og hjálpa líkamanum að vinna úr hnútasvæðum. 

Eftir djúpvefjanudd hjá Líkamslögun átt þú að fara fullkomlega afslappaður frá okkur en finna samt vel fyrir að unnið hafi verið af krafti í aumum svæðum. Við ráðleggjum öllum að drekka vel af vatni eftir tíma í djúpvefjanuddi til að hjálpa líkamanum að hreinsa út.

Djúpvefjanudd - verð

Djúpvefjanudd 30 mín, 8.900 krónur

Djúpvefjanudd 50 mín, 11.900 krónur

Djúpvefjanudd 80 mín, 16.500 krónur  

Djúpvefjanudd
Klassískt nudd

Klassískt nudd

Hjá Líkamslögun er boðið uppá alhliða klassískt nudd. Allur líkaminn er nuddaður frá hvirfli til ilja. Háls og herðar eru oft stífu svæðin, nuddarinn kannar líkama þinn og finnur þín erfiðu svæði og þau fá aukna áherslu í klassísku nuddi. Aðaláherslan er þó slökunarnudd fyrir allan líkamann, að mýkja upp alla vöðva líkamans. 

Að loknu klassísku nuddi átt þú að fara frá okkur fullkomlega afslappaður og búið að mýkja upp erfiðu staðina þína. Við mælum með því að drekka vel af vatni eftir klassískt nudd, til að hjálpa líkamanum við að hreinsa út. 

Klassískt nudd - verð

Klassískt nudd 30 mín,  7.900 krónur

Klassískt nudd 50 mín, 10.900 krónur

Klassískt nudd 80 mín, 15.500 krónur

Slökunarnudd

Hver á ekki skilið að slaka á í nuddtíma í amstri dagsins? Líkamslögun býður upp á slökunarnudd fyrir allan líkamann. Nuddarinn hjálpar þér að slaka á og njóta með því að örva blóðrásina, slaka á spennu og mýkja upp stífa vöðva í öllum líkamanum.  

Viðskiptavinurinn á að fara fullkomlega afslappaður frá okkur eftir tíma í slökunarnuddi. Við ráðleggjum öllum að drekka vel af vatni eftir tíma í slökunarnuddi til að hjálpa líkamanum að hreinsa út.

Slökunarnudd - verð

Slökunarnudd 30 mín, 7.900 krónur

Slökunarnudd 50 mín, 10.900 krónur

Slökunarnudd 80 mín, 15.500 krónur 

 

Slökunarnudd