likamslogun.is | Meðferðirnar
15296
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15296,woocommerce-no-js,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,paspartu_enabled,paspartu_on_bottom_fixed,columns-3,qode-theme-ver-13.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.4.5,vc_responsive

Líkamsmeðferð

Líkamslögun er nuddstofa sem sérhæfir sig í sogæðanuddi. Við notum svokallaða Endermologie aðferð með tæki sem heitir LPG Cellu M6. Meðferðin felst í því að auka súrefnisflæði í húðinni og koma blóðflæðinu af stað sem hjálpar til við að losa um hnúta og stíflur sem orsakast af slæmu mataræði og hormónabreytingum. Tækið vinnur vel á appelsínuhúð (Cellulite) og húðin verður stinn og heilbrigð. Meðferðin líkist helst djúpu nuddi.

Endermologie meðferðin hefur hlotið náð hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu (F.D.A) sem áhrifaríkasta meðferðin við appelsínuhúð, hrukkum og misfellum í húðinni. Þessi tækni hefur verið notuð í yfir 20 ár og yfir 95.000 meðferðir eru gerðar daglega um allan heim.

Unnið á fitu (Release fat)

Í þessari meðferð eru einblínt á svæði líkamans þar sem fitan vill oft sitja sem fastast, þrátt fyrir hreint fæði og hreyfingu (hendur, bak, magi, mitti, læri osfrv) en um leið aðlagar tækið sig að húðtýpu hvers og eins.

Jafnvægið á milli framleiðslu og brennslu fitu er náttúrulegt ferli fitufrumanna, en þrátt fyrir heilbrigðan lífsstíl hægjist á brennslunni með tímanum og fituforðinn eykst.

Eftir nokkrar meðferðir getur LPG tækið örvað fitufrumurnar og endurræst náttúrulegt ferli fitubrennslunnar, jafnvel á svæðum sem hafa setið sem fastast á manni. Í leiðinni verður húðin stinnari og lögunin breytist.

Appelsínuhúð (Cellulite)

90% kvenna er með appelsínuhúð og skiptir þá ekki máli líkamslögun eða íþróttaiðkun. Það sem veldur þessari áferð er uppsöfnun af fitu og úrgangsefnum í undirlagi húðarinnar.

Það er engin töfralausn til en með Endermologie (LPG) meðferðinni er hægt að flýta fyrir árangri og koma í veg fyrir appelsínuhúð. LPG tæknið örvar húðina og fituvefina, mýkir svæðið og sléttir úr því. Blóðflæði eykst og stíflur í eitlum minnka.

Stinnari húð (Firmer skin)

Þyngdarsveiflur, meðganga og aðrir utanaðkomandi áhrifavaldar hafa þau áhrif að húðin missir lögun og mýkt. Þetta getur gerst hvar sem er á líkamanum, en þó oft mest áberandi á innri lærum, maga, upphandleggjum svo eitthvað sé nefnt.

LPG tækið örvar húðina og endurvekur húðfrumurnar. Þegar virknin er komin í gang byrja frumurnar að endurmynda kollagen, hýalýrónsýru og elastin til að byggja upp þéttleika húðarinnar á ný.

Andlitsmeðferð

Eftir því sem við verðum eldri fara þunnu bandvefirnir í andlitinu, hálsinum og á bringunni að hraka, sama hvaða kyn við erum eða hversu góða húðgerð við höfum. Þrátt fyrir hollt mataræði, góða sólarvörn og hreyfingu þá mun húðin byrja að linast og mynda hrukkur. Til að hjálpa húðinni að halda sér unglegri hefur LPG útbúið tæki sem örvar, styrkir og sléttir húðina.

Tækið vinnur líkt og Cellu M6 tækið með sogi. Það örvar collagen í andlitinu og kemur jafnvægi á húðina. Vinnur vel á hrukkum, fínum línum og baugum.

Karlmenn

Það er mikill misskilningur að LPG tækin séu bara fyrir kvenmenn! Við höfum einnig hjálpað karlmönnum að vinna á erfiðum fitusvæðum, losa um bólgur í líkamanum og stinna lausa húð.

Íþróttafólk

Í yfir 30 ár hefur LPG verið að þróa tækni til þess að hjálpa íþróttafólki að bæta frammistöðu, mýkja upp vöðvana og draga úr tímanum sem tekur að jafna sig eftir meiðsli. Frægir fótboltakappar á borð við Zidane og Ronaldo hafa nýtt sér meðferðirnar í lengri tíma og einnig til þess að flýta bata eftir meiðsli.